Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

141. fundur 24. júní 2024 kl. 16:15 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Ida Marguerite Semey varam.
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri

1.Leikskóli Fjallabyggðar. Niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins 2024

Málsnúmer 2404040Vakta málsnúmer

Niðurstöður starfsmannakönnunar lagðar fyrir.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri fór yfir niðurstöður könnunarinnar og viðbrögð við einstaka liðum hennar.

2.Skipulag og starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2406004Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir undirbúning og skipulagningu komandi skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri fór yfir skipulag og útlit í starfsmannamálum fyrir upphaf næsta skólaárs. Næsta vetur er útlit fyrir að nemendafjöldi leikskólans verði samtals 105. 45 nemendur verða á Leikhólum og 60 nemendur á Leikskálum.
Einnig sagði skólastjóri nefndarmönnum frá heimsókn erlendra gesta í leikskólann á vordögum. Þessi heimsókn er samstarfsverkefni nokkurra leikskóla frá Danmörku, Noregi, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Samtals komu níu gestir í heimsókn í skólann. Gestirnir fengu kynningu á starfi leikskólans í báðum starfsstöðvum ásamt því að heimsækja söfn og listamenn. Áherslan í heimsókninni var "Náttúran og útikennsla".

3.Grunnskóli Fjallabyggðar. Skólapúls 2024 - niðurstöður kannana

Málsnúmer 2406002Vakta málsnúmer

Niðurstöður nemendakönnunar og foreldrakönnunar Skólapúls liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir niðurstöður kannana í forföllum skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Á 830. fundi sínum, 17. maí, vísaði bæjarráð því til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra í tengslum vð vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd leggst undir feld og kemur með tillögur á næsta fundi sínum.

Fundi slitið - kl. 18:10.