Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

140. fundur 03. júní 2024 kl. 11:45 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Viktor Freyr Elísson boðaði forföll og varamaður hans einnig.
Jakob Örn Kárason varaformaður stýrði fundi.

1.Námsferð starfsmanna Leikskóla Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2405052Vakta málsnúmer

Lokaskýrsla vegna námsferðar starfsmanna Leikskóla Fjallabyggðar til Berlínar í apríl 2024.
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar sat undir dagskrárlið 1 og fór yfir skýrslu um náms- og kynnisferð starfsfólks í Leikskóla Fjallabyggðar sem farin var til Berlínar í lok apríl síðastliðnum. Ferðin gekk mjög vel og var fróðleg og skemmtileg. Áherslan var á útikennslu og segir skólastjóri margt hægt að taka með sér inn í kennslu heima fyrir. Nefndin þakkar Kristínu Maríu fyrir góða yfirferð.

2.Frístundavefur Fjallabyggðar

Málsnúmer 2405010Vakta málsnúmer

Í lok janúarmánaðar hófst samstarf verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Samstarfsverkefnið er sprottið út frá hluta af aðgerðaráætlun verkefnisins Gott að eldast (B1, C1 og C3) og Bjartur lífsstíll. Í kjölfar þess eru sveitarfélög hvött til að setja upp heilstæð yfirlit yfir frístundir sem í boði eru í sveitarfélögum.

Hugmynd er uppi um að koma á fót Frístundavef fyrir Fjallabyggð sem héldi utan um alla þá afþreyingu og námskeið sem í boði eru í Fjallabyggð hverju sinni fyrir alla aldurshópa.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd líst vel á hugmyndina um gerð frístundavefs fyrir Fjallabyggð og leggur til við bæjarráð að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 verði gert ráð fyrir fjármagni til verksins.

3.30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Þorgrími Þráinssyni fyrir erindið og þessar frábæru hugmyndir sem eru í formi verkefnakistu. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda hugmyndirnar á leik- og grunnskóla og hvetja skólana til að skoða og nýta eftir því sem við á.

Fundi slitið - kl. 12:45.