Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

66. fundur 30. ágúst 2012 kl. 14:00 - 18:00 í ráðhúsinu á Dalvík
Nefndarmenn
  • Rögnvaldur Ingólfsson formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Unnsteinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Opnun skammtímavistunar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1208084Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd var viðstödd formlega opnun á skammtímavistun fatlaðra að Skógarhólum 23a í Dalvíkurbyggð, þann 30. ágúst. Skammtímavistunin kemur til með að þjónustu fatlaða á starfssvæði SSNV, en aðallega verða þar börn frá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Fjöldi barna sem nýta sér þessa þjónustu verða um 10 en hægt verður að sinna þörfum fleiri barna ef þörf krefur. Börnin dvelja saman, mest þrjú í einu, í mislangan tíma í senn, á fjögurra vikna tímabili. Á meðan á dvöl þeirra stendur sinna þau sinni daglegu rútínu, fara í skóla, tómstundir, fá vini í heimsókn og svo framvegis.
Stöðugildi eru 5,4, þar af eru þrír þroskaþjálfar.
Með opnun skammtímavistunarinnar er stigið stórt framfararspor í þjónustu við fatlaða á starfssvæði SSNV.

Fundi slitið - kl. 18:00.