Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

153. fundur 29. febrúar 2024 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Verkefni félagsmáladeildar 2024

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir störfum og helstu verkefnum félagsmáladeildar frá síðasta fundi nefndarinnar.

2.Samfélagsþjónusta -Trúnaðarmál

Málsnúmer 2402047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Miðstöð PMTO á Íslandi

Málsnúmer 2402029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um starfsemi PMTO miðstöðvar. PMTO stendur fyrir gagnreynt meðferðarúrræði fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi barna. Fjallabyggð er samstarfsaðili PMTO verkefnisins.

4.Endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga

Málsnúmer 2402048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Markmiðið er m.a. að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara.

Fundi slitið - kl. 17:30.