Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

147. fundur 27. júní 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Ferðaþjónusta félagsþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu um skipulag aksturs- og ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. maí sl. að stofna starfshóp um ferðaþjónustu félagsþjónustu í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir að Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson ásamt bæjarstjóra, deildarstjórar félagsmáladeildar og stjórnsýslu og fjármála myndi starfshópinn. Verkefni hópsins verður að tryggja að verkefnið komist á laggirnar og tryggja að kallað verði eftir sjónarmiðum og þjónustuþörf hagaðila og stofnanna sveitarfélagsins.

2.Reglur um akstursþjónustu Fjallabyggðar fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2306046Vakta málsnúmer

Vísað til bæjarráðs
Lögð fram tillaga að akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

3.Reglur um akstursþjónustu eldri borgara í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2306047Vakta málsnúmer

Vísað til bæjarráðs
Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu eldri borgara í Fjallabyggð. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 13:00.