Bæjarstjórn Fjallabyggðar

188. fundur 16. júní 2020 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Konráð Baldvinsson hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstöðum fyrir I-lista Betri Fjallabyggð.
Í Skipulags- og umhverfisnefnd verður Nanna Árnadóttir formaður í stað Konráðs Baldvinssonar og Ægir Bergsson verður aðalmaður.
Í Stjórn Hornbrekku verður Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður í stað Konráðs Baldvinssonar.
Í Félagsmálanefnd verður Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður í stað Konráðs Baldvinssonar. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir verður varamaður í stað Hólmars Hákos Óðinssonar.
Í Heilbrigðisnefnd SSNV verður Nanna Árnadóttir verður aðalmaður í stað Konráðs Baldvinssonar. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir verður varamaður í stað Nönnu Árnadóttur.
Í Stjórn Þjóðlagasetur verður Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður í stað Konráðs Baldvinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og þakkar Konráð fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2006025Vakta málsnúmer

Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók.

3.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2020

Málsnúmer 2006003Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga var borin upp af forseta:
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2020. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 9. september 2020.

Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 32. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."

Tillaga að sumarleyfi samþykkt með 7 atkvæðum

Fundi slitið - kl. 19:00.