Bæjarstjórn Fjallabyggðar

186. fundur 27. maí 2020 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ársreikningur Fjallabyggð 2019

Málsnúmer 2005030Vakta málsnúmer

Á 185. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 20. maí 2020 var ársreikningur Fjallabyggðar 2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til bæjarstjórnar til síðari umræðu.

Til máls tók: Elías Pétursson bæjarstjóri og lagði fram eftirfarandi bókun:
Jákvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs 2019 var jákvæð um 391,7 millj. kr. og A hluta um 266,7 millj. kr.. Veltufé frá rekstri nam 671 millj. kr. eða 21.5% af tekjum og batnaði lítillega á milli ára. Vaxtaberandi skuldir voru um áramót 348 millj. kr. en voru 582 millj. kr 2018. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.820 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta um 3.414 millj. kr.
Ársreikningur 2019 er birtur í heild sinni sem fylgiskjal í fundargerð þessari og mun í framhaldi af fundi bæjarstjórnar verða birtur á heimasíðu Fjallabyggðar.
Líkt og fram kemur í áritun bæjarstjóra og bæjarstjórnar þá mun Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með talið efnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um endanleg áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann muni vara og hver áhrifin verða eftir að honum líkur. Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð á yfirstandandi ári m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda. Sú sterka staða bæjarfélagsins sem birtist í framlögðum ársreikningi mun klárlega hjálpa á núverandi og komandi óvissutímum.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki bæjarins og kjörnum fulltrúum framlag sitt til þess góða árangurs sem náðist í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson og Nanna Árnadóttir.

Bæjarstjórn fagnar góðri rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2019 og þakkar starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í þessum góða árangri.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning Fjallabyggðar 2019 samhljóða með 7 atkvæðum og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar - og skuldbindingaryfirliti.


Fundi slitið - kl. 18:00.