Bæjarráð Fjallabyggðar

498. fundur 02. maí 2017 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Hornbrekku

Málsnúmer 1703062Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1704015Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

3.Greinargerð um dagvistun aldraðra

Málsnúmer 1704085Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Svanhildar Þengilsdóttur um stöðu öldrunarþjónustu í Fjallabyggð. Greinargerðin verður send bæjarfulltrúum til yfirlestrar.
Frestað til næsta fundar.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2017

Málsnúmer 1704084Vakta málsnúmer

Lagt fram staðgreiðsluyfirlit yfir fyrstu fjóra mánuði ársins. Þar kemur fram að staðgreiðslan er um 16 milljónum króna lægri en áætlunin gerir ráð fyrir. Helstu skýringar eru langvinnt sjómannaverkfall.

5.Endurbætur á flugstöðinni, Siglufirði

Málsnúmer 1704016Vakta málsnúmer

Tilboð vegna endurbóta á flugstöðinni á Siglufirði voru opnuð 6.4. Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf. 3.510.000
Minný ehf 3.631.000
L7 ehf 3.773.350
Kostnaðaráætlun 3.841.500
Lagt fram til kynningar tilboð í viðhald á flugstöðvarbyggingunni á Siglufirði.
Framkvæmdin er á vegum Isavia.

6.Sumarlokun leikskóla í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703081Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

7.Arðgreiðsla 2017 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf

Málsnúmer 1704078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Arðgreiðslan var tæplega 12 milljónir króna.

8.Strandveiðar - tvö frumvörp um breytingu á stjórn fiskveiða

Málsnúmer 1704082Vakta málsnúmer

Bæjarráð telur eðlilegt að þorskkvóti verði aukinn í ljósi stækkunar þorskstofnsins og þar með fái strandveiðar hlutfallslega aukið aflamagn.

9.Frá nefndasviði Alþingis - 333. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 87. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 434. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar deildarstjóra félagsmáladeildar.

12.Söguskilti á Norska sjómannaheimilið

Málsnúmer 1704090Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ytrahúsi áhugamannafélagi þar sem óskað er eftir leyfi bæjaryfirvalda til að setja upp söguskilti á Norska sjómannaheimilið á Siglufirði, hús Tónlistarskólans.
Bæjarráð samþykkir erindið og þakkar fyrir framtakið.

13.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.