Bæjarráð Fjallabyggðar

171. fundur 27. maí 2010 kl. 12:15 - 14:45 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð varaformaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aðalfundur Málræktarsjóðs 11. júní nk., tilnefning í fulltrúaráð

Málsnúmer 1005056Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 11. júní n.k. í Reykjavík.  Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992 rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. 
Bæjarráð samþykkir að tilnefna ekki fulltrúa, né sækja aðalfundinn.

2.Varðandi rekstrarstyrk til Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2010

Málsnúmer 1005112Vakta málsnúmer

Stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar óskar í bréfi sínu eftir því að rekstrarframlag sé greitt með sama hætti og fyrr, þ.e. að sveitarfélagið greiði laun vallarstarfsmanna og tryggingar og kostnaður því tengdur dragist frá áður úthlutuðu rekstrarframlagi.
Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi vegna ársins 2010.

3.Samstarfsamningur milli Slökkviliðs Fjallabyggðar og Brunavarna Skagafjarðar

Málsnúmer 1005131Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samstarfssamningi milli slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar og Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir hönd sveitarfélaga sinna.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur slökkviliðsstjóra að undirrita.

4.Samstarfssamningur slökkviliða við Eyjafjörð

Málsnúmer 1005132Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samstarfssamningi milli slökkviliðsstjóra slökkviliða við Eyjafjörð og Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir hönd sveitarfélaga sinna.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur slökkviliðsstjóra að undirrita.

5.Breyting kjörskrár-Sveitarstjórnakosningar 2010

Málsnúmer 1005137Vakta málsnúmer

Gera þarf leiðréttingu á kjörskrá vegna einstaklings sem fallið hefur frá eftir útgáfu kjörskrárstofns og einstaklings sem bæta þarf við.
Eftir leiðréttingu eru 812 karlar og 766 konur á kjörskrá eða alls 1578.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindum breytingum.

6.Skógrækt - samningur 2010-2013

Málsnúmer 1005139Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Skógræktarfélags Siglufjarðar, Kristrún Halldórsdóttir og Björg Friðriksdóttir og fóru yfir ræktun og uppbyggingu útivistarsvæða í umsjá félagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að endurnýja samning við skógræktarfélagið með áorðnum breytingum.

7.Átak til atvinnusköpunar 2010

Málsnúmer 1005145Vakta málsnúmer

Kynnt og rædd verkefni tengd "Átaki til atvinnusköpunar"
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ráða til starfa einstaklinga af atvinnuleysisskrá til sérstakra átaksverkefna.  Fjármagn til launagreiðslna verði fært af lið atvinnumála.

8.Minnisatriði frá fundi Vegagerðar með slökkviliðsstjórum á Ísafirði og í Fjallabyggð

Málsnúmer 1005133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisatriði frá fundi með Vegagerðinni um áhættumat og búnaðarkröfur vegna jarðganga.

9.Umbætur á vsk - umhverfi sveitarfélaganna

Málsnúmer 1005107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð um virðisaukaskattsumhverfi sveitarfélaganna og tillögur til breytinga, er kynnt var í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 7. maí s.l.

10.Erindum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1004032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt erinda er vísað hefur verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Fundi slitið - kl. 14:45.