Starfsfólk óskast í Frístund og Lengda viðveru við Grunnskóla Fjallabyggðar
Hvað felst í starfinu?
Starfið felst í að vinna með börnum í 1. - 4. bekk í frístundastarfi eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Hér er um fjölbreytt og skemmtilegt starf að ræða í lifandi og skapandi umhverfi þar sem lögð er áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti.
- Staðsetning: Félagsmiðstöðin NEON, Suðurgata 2–4, Siglufirði.
- Vinnutími: 13:30–16:15 alla virka daga.
Hvernig sæki ég um?
Umsókn ásamt kynningarbréfi og ferilskrá skal senda til Ásu Bjarkar Stefánsdóttur, skólastýru í tölvupósti á netfangið asabjork@fjallaskolar.is
Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Nánari upplýsingar:
Vinsamlegast hafið samband við Ásu skólastýru í síma 464-9150 eða 695-9998.
Komdu og taktu þátt í frábæru skólasamfélagi í Fjallabyggð! 🌟