Fundargerðin er í þremur liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 1 sem borin er upp sérstaklega.
Samþykkt
.1
2509018
Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 10. nóvember 2025
Fyrir liggur tillaga að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir þá málaflokka er undir nefndina heyra.
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri grunnskóla og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri leikskóla sátu undir þessum dagskrárlið. Þau fóru yfir helstu tölur í fjárhagsáætlun stofnana sinna og fyrirhugað viðhald og framkvæmdir.
Einnig fóru þau yfir það viðhald og þær framkvæmdir sem búið er að fara í á yfirstandandi ári.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti en bendir á eftirfarandi þætti:
Nefndaramenn ítreka það að leysa þarf úr húsnæðismálum Leikhóla sem allra fyrst enda ljóst að húsnæðið annar ekki þeim fjölda sem nú þegar er til staðar og von er á fjölgun umsókna um leikskólavist á nýju ári.
Einnig hvetja nefndarmenn bæjarstjórn að skoða af alvöru gjaldfrjálsan leikskóla í Fjallabyggð.
Ekki hefur enn orðið af fyrirhuguðum flutningi 5. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar yfir í Ólafsfjörð. Nefndarmenn hvetja til þess að unnið verði með opnum huga að lausn fyrir næsta skólaár þannig að hægt verði að klára sameiningu miðstigsins.
Nefndarmenn brýna bæjarstjórn til góðra verka þegar kemur að viðhaldi stofnana bæjarins og búnaðarkaupum og hvetja til að 3 ára áætlun verði nýtt til þess.
Eins og á yfirstandandi ári leggja nefndarmenn til að sett verði fjármagn í pop-up frístundastyrki ætlað til styrktar námskeiðum fyrir börn, aðallega yfir sumartímann, 1.500.000 kr. Það er mikil vöntun á afþreyingu fyrir börn yfir sumartímann og pop-up styrkir gætu virkað hvetjandi fyrir félög og einstaklinga að halda námskeið.
Nefndarmenn telja skynsamlegt að setja inn hvata til sameiningar allra íþróttafélaga undir eitt merki, með það fyrir augum að allir séu í eins búningum og utan yfir fatnaði, til hagræðingar fyrir fjölskyldufólk.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.