Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2026

Málsnúmer 2510057

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 16.10.2025

Auglýst verður eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2026.
Samþykkt
Samþykkt að óska eftir tilnefningum um Bæjarlistamann fyrir árið 2026 og verður frestur til að skila inn tilnefningu til 15. nóvember n.k.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 16.12.2025

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2026 en alls bárust nefndinni níu tilnefningar.
Samþykkt
Nefndin þakkar fráfarandi bæjarlistamanni, Kristínu R.Trampe, fyrir framlag hennar til menningar og lista.
Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Ástarpungana bæjarlistamenn Fjallabyggðar 2026 en Ástarpungarnir hafa með framlagi sínu eflt menningarlíf Fjallabyggðar, styrkt
samfélagslega samkennd og verið einstakir fulltrúar þess krafts og hæfileika sem býr í okkar heimabyggð.

Nefndin óskar Ástarpungunum til hamingju með útnefninguna. Formleg athöfn verður í byrjun nýs árs þar sem Ástarpungum verður afhent staðfesting á útnefningunni.