Rekstur skíðasvæðis 2024 - 2025

Málsnúmer 2506036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26.06.2025

Fyrir liggja upplýsingar um rekstur skíðasvæðisins fyrir veturinn 2024 - 2025. Frá 1.janúar til 1.maí voru samtals 49 opnunardagar á svæðinu og var mesta aðsóknin í apríl.
Lagt fram til kynningar
Þrátt fyrir snjóaleysi og erfiðar aðstæður á svæðinu þá var rekstur svæðisins með miklum ágætum í vetur þá daga sem opið var og er rekstraraðila þakkað fyrir veturinn. Fjárhagsleg niðurstaða rekstursins er um 3 milljónum yfir áætlun ársins og skýrist það fyrst og fremst vegna fárra opnunardaga vegna aðstæðna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi við sama rekstraraðila í samræmi við heimild í núgildandi rekstrarsamningi.