Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2504057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 322. fundur - 14.05.2025

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hlíðarvegar 33. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins. Lóðarmörk Hlíðarvegar 33 færast tæpum meter nær Hlíðarvegi 31 svo sú lóð minnkar sammhliða. Samþykki lóðarhafa Hlíðarvegar 31 liggur fyrir.
Samþykkt
Arnar Þór vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Niðurstaða: Erindi samþykkt.