Umsókn Norlandia um þaraöflun undan ströndum Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2402045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 01.03.2024

Lögð fram umsókn Norlandia ehf. um leyfi til öflunar á þara í tilraunaskyni innan netalaga sveitarfélagsins Fjallabyggðar.
Bæjarráð tekur vel í erindið og fagnar framtakinu. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs hver næstu skref þyrftu að vera af hálfu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15.03.2024

Drög að samningi um þaraöflun innan netlaga í Ólafsfirði lagður fram ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin að samningi við Norlandia um þaraöflun innan netalaga lands í eigu Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um fyrir hönd sveitarfélagsins.