Styrkveitingar Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2308029

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 24.08.2023

Fjallað um auglýsingu og umsóknarfrest um styrki vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2024.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd ræddi breytingar á umsóknartíma um styrki vegna fjárhagsáætlunar 2024. Nefndin vekur athygli á að opnað verður fyrir umsóknir í byrjun september og mun umsóknarfresti ljúka 24. september 2023. Auglýsing verður birt í lok mánaðar. Vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 802. fundur - 01.09.2023

Á 99. fundi markaðs- og menningarnefndar var málinu vísað til afgreiðslu í bæjarráði. Samhliða því er lögð til minni háttar breyting á reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda. Í fyrsta lagi er lagt til að fyrsta málsgrein 5. gr. reglnanna skuli orðast svo: "Við mat á umsóknum til menningartengdra verkefna, hátíða og stærri viðburða skal horft til eftirfarandi þátta:"
Jafnframt er lagt til að orðið "menningarlíf" í fyrsta punkti 5. gr. verði breytt í "samfélagið".
Samþykkt
Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og felur henni að útfæra breytinguna. Bæjarráð samþykkir breytinguna að öðru leyti.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 04.09.2023

Vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til fræðslumála 2024.
Lagt fram til kynningar
Búið er að auglýsa umsóknarfrest um styrki til fræðslumála fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er til og með 24. september nk.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28.09.2023

Fara yfir lista yfir umsóknir um menningartengda styrki.
Lagt fram til kynningar
Umsóknarfresti um menningastyrki rann út 25. september síðastliðinn. Listi yfir umsóknir um menningarstyrki lagður fram til kynningar.