Þyrluflug á vegum skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2307027

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 232. fundur - 07.07.2023

Lagt fram erindi Gáru ehf. um leyfi til að nota þyrlu í Fjallabyggð við komu skemmtiferðaskipsins Scenic Eclipse II til Siglufjarðar þann 28. júlí 2023.

Sigríður Ingvarsdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þyrluflug á vegum skemmtiferðaskipa innan Fjallabyggðar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leiðbeina og afgreiða erindi um leyfi til þyrluflugs.