Skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 19.06.2023

Farið yfir skipulag skólastarfs og mannaflaþörf næsta skólaárs í grunnskólanum.
Vísað til bæjarráðs
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fóru yfir vinnuskjal sitt með skipulagi næsta skólaárs m.t.t. mannaflaþarfar, en ljóst er að nemendum skólans mun fjölga á milli skólaára. Fræðslu- og frístundanefnd vísar vinnuskjali skólastjóra og deildarstjóra til umfjöllunar í bæjarráði þar sem ljóst er að auka þarf lítillega heimiluð stöðugildi í kennslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 795. fundur - 27.06.2023

Á 128. fundi sínum, 19.6.2023, vísaði fræðslu- og frístundanefnd vinnuskjali skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til bæjarráðs. Vegna fjölgunar nemenda við skólann þarf að auka lítilsháttar heimilað kennslustundamagn á komandi skólaári.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og gerir ekki athugasemdir við það og þær leiðir sem lagðar eru til í því. Þá lýsir bæjarráð yfir ánægju með fjölgun nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 21.08.2023

Skólastjóri fer yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara, Svala Júlía Bjarnadóttir og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúar foreldra. Undirbúningur skólastarfs gengur vel. Nemendur eru nú skráðir 222. Útlit er fyrir að það takist að manna allar stöður. Skólasetning verður 23. ágúst nk.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 24. ágúst.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13.11.2023

Farið yfir ýmis mál sem eru í brennidepli í grunnskólanum.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum.
Skólastjóri fór yfir ýmis skólamál m.a. húsnæðismál þar sem mjög þröngt er um skólastarf í báðum skólahúsum. Nemendur eru nú ríflega 220 í skólanum og er útlit fyrir fjölgun nemenda á næstu skólaárum.