Umsóknir um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2306015

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 13.06.2023

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnir fyrir nefndinni ráðningu í stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir ráðningarferli vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Staða skólastjóra var auglýst 17. maí 2023. Umsóknarfrestur um stöðuna var til og með 31. maí sl. Tvær umsóknir bárust um stöðuna. Mögnum sá um auglýsingar- og ráðningarferli vegna stöðunnar.
Deildarstjóri kynnti nefndinni þá niðurstöðu að ráða Ásu Björk Stefánsdóttur í stöðu skólastjóra frá og með 1. ágúst nk. Fræðslu- og frístundanefnd býður Ásu Björk velkomna til starfa og þakkar Erlu Gunnlaugsdóttur, fráfarandi skólastjóra fyrir vel unnin störf.