Staða umsókna um störf skólastjóra Grunnskóla og frístundafulltrúa

Málsnúmer 2305053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 793. fundur - 06.06.2023

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um stöðu umsókna um stöður skólastjóra og frístundafulltrúa lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar því að búið sé að ráða í stöðu frístundafulltrúa og væntir mikils af þeirri stöðu. Í ljósi þess að engar umsóknir bárust um stöðu leikskólastjóra þá er fagnaðarefni að tveir hæfir aðilar sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 13.06.2023

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnir ráðningu í starf frístundafulltrúa.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir ráðningarferli vegna ráðningar í stöðu frístundafulltrúa. Starf frístundafulltrúa var auglýst 17. maí 2023. Umsóknarfrestur um starfið var til og með 31. maí sl. Tvær umsóknir bárust.
Deildarstjóri kynnti nefndinni þá niðurstöðu að ráða Sölku Hlín Harðardóttur í stöðu frístundafulltrúa frá og með 1. ágúst nk. Salka Hlín er að ljúka námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands í haust. Fræðslu- og frístundanefnd býður Sölku Hlín velkomna til starfa.