Börn af erlendum uppruna og íþróttir

Málsnúmer 2303076

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 19.06.2023

Lagt fyrir til kynningar bréf frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ)um útgáfu bæklings sem ætlaður er foreldrum barna af erlendum uppruna um gildi þess að stunda íþróttir.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

Lagt fyrir til kynningar bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) sem vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á tíu tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna. Bæklingana er bæði hægt að nálgast á rafrænu formi á heimasíðum samtakanna www.isi.is og www.umfi.is en einnig á prentuðu formi á skrifstofum þeirra.
Nefndin leggur til að upplýsingar úr bréfinu verði settar á vef Fjallabyggðar og sendar leik- og grunnskóla til að hafa aðgengilegar.