Undirbúningur norrænna sveitarfélaga undir áhrif loftslagsbreytinga

Málsnúmer 2303030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Lögð fram auglýsing um norræna ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun sem fram fer í Reykjavík í apríl. Áherslan í ár verður á hvernig sveitarfélög gera sig undirbúin undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með tilliti til áhrifa loftslagsbreytinga, hvaða leiðir er hægt að fara til þess að undirbúa samfélög undir afleiðingar loftslagsbreytinga, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu og náttúrumiðaðar lausnir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.