Stafræn vegferð - styrkur

Málsnúmer 2302074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28.02.2023

Lagt fram dreifibréf frá verkefnastjóra Markaðsstofu Norðurlands þar sem athygli er vakin á evrópuverkefninu TOURBIT sem hefur það hlutverk að hraða ferðaþjónustufyrirtækjum í gegnum stafrænar umbreytingar. Sjö íslenskum fyrirtækjum býðst að fá styrk að andvirði 9 þúsund evra hvert, sem hluti af þessu verkefni. Verkefnið er unnið með stuðningi Ferðamálastofu og landshlutasamtaka sveitarfélaga í samstarfi við áfangastaða- og markaðsstofur. Frestur til að skila inn umsókn er til 5. apríl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa verkefnið á heimsíðu sveitarfélagsins þannig að áhugasöm fyrirtæki í Fjallabyggð eigi þess kost að sækja um þátttöku.