Þátttaka í þjóðfundi heima í héraði um framtíð skólaþjónustu

Málsnúmer 2302064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28.02.2023

Mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað til þjóðfundar 6. mars nk. um framtíðarskipan heildstæðrar skólaþjónustu og hefur kynnt áform sín um að leggja fram frumvarp til laga þar um næsta haust.
Tilgangur þjóðfundarins er að ræða niðurstöður samráðsins til þessa, varpa ljósi á álitamál og leita lausna í sameiningu um bestu framtíðarskipan heildstæðrar skólaþjónustu í þágu nemenda. Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu en einnig verður hægt að fylgjast með erindum í streymi og taka þátt í rafrænni hópvinnu í kjölfarið.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur nefndarfólk í fræðslu- og frístundanefnd að skrá sig til þátttöku í ráðstefnunni eigi það þess kost. Þá hvetur bæjarráð einnig kjörna fulltrúa til þess að skrá sig.