Framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum

Málsnúmer 2212031

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 223. fundur - 15.12.2022

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um að veita starfsmönnum barnaverndarþjónustu Fjallabyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald.

S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum.