Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022.

Málsnúmer 2212006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 223. fundur - 15.12.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5 7, 9, og 11.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls undir 5. lið fundargerðarinnar.
 • .1 2204013 Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.700.000. Styrkurinn gjaldfærist á mfl./deild 06810-9291 og verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð ítrekar að styrkurinn verði greiddur gegn framvísun kvittana fyrir aðstöðuna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .2 2210100 Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 5.000.000. Bifreiðin verður eignfærð í Eignasjóði og viðaukanum verður mætt með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .3 2211092 Umsókn um lóð - Ránargata 2
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við úthlutunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .4 2211059 Umsókn um lóð - Bakkabyggð 4
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við úthlutunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .5 2208066 Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 757. fundi sínum. Bókun fundar Bæjarstjórn veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu á samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni í samræmi við 32. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar.
  Samþykkt með 7 atkvæðum.
 • .7 2210022 Styrkumsóknir í formi afnota af íþróttamannvirkjum 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Bæjarráð óskar eftir að frítími umsækjenda verði bókfærður sem styrkur á viðkomandi aðila/félag. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .9 2211112 Gjaldskrár 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Í ljósi fjölda áskoranna íbúa og hagsmunaaðila samþykkir bæjarráð að beina því til bæjarstjórnar að holræsagjald og vatnsgjald verði lækkað um 0,015%. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .11 2212018 Framkvæmdastyrkur 2023 - Pálshús
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13. desember 2022. Bæjarráð samþykkir að styrkja Undraveröld Pálshúss um kr. 1.000.000,- Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.
  Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.