Umsókn um stuðning vegna MICE

Málsnúmer 2211071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24.11.2022

Afgreiðslu frestað
Óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum Sóta Travel um verkefnið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 06.12.2022

Ólöf Ýrr Atladóttir mætti á fund bæjarráðs í gegnum fjarfundabúnað. Ólöf hélt erindi undir þessum dagskrárlið um verkefni tengt eflingu ráðstefnuhalds og funda á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr, fulltrúa MICE, fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000 á árinu 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiða verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Fyrir liggja gögn frá Sóta Travel ehf. um framvindu verkefnis vegna útgreiðslu samþykkts styrks á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir samantekt vegna verkefnisins og óskar eftir því að forsvarsfólk Sóta Travel komi á fund bæjarráðs til þess að fara yfir verkefnið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20.12.2023

Ólöf Ýrr Atladóttir mætti til fundarins og fór yfir framvindu verkefnis sem snýr að eflingu ráðstefnuhalds og funda á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr fyrir yfirferðina og komuna á fundinn.