Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211020F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 223. fundur - 15.12.2022

Fundargerðin er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • .1 2211128 Reglur Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022. Lögð fram tillaga að reglum um stuðningsþjónustu. Markmið stuðn­ings­þjón­ustu (fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu) er að efla fólk til sjálfs­hjálp­ar og gera því kleift að búa sem lengst í heima­húsi við sem eðli­leg­ast­ar að­stæð­ur. Þjón­ust­an er veitt þeim sem þarfn­ast henn­ar vegna skertr­ar færni, fjöl­skyldu­að­stæðna, veik­inda, fötl­un­ar o.fl. Stuðn­ings­þjón­usta get­ur t.d. ver­ið fólg­in í: Að­stoð við per­sónu­lega um­hirðu, að­stoð við heim­il­is­hald, fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur, heimsend­ing mat­ar, að­stoð við þrif, að­stoð við umönn­un barna og ung­menna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • .2 2211129 Regl­ur Fjallabyggðar um stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022. Lögð fram tillaga að reglum um stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita. Markmið stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk samkvæmt reglunum er að veita fötluðu fólki stuðning til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • .3 2211130 Regl­ur Fjallabyggðar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022. Lögð fram tillaga að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Í reglunum er kveðið á um útfærslu og tilhögun á stuðningi til foreldra eða forsjáraðila við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu. Einnig er kveðið á um stuðning til handa börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • .4 2211131 Regl­ur um bein­greiðslu­samn­inga við fatl­að fólk og for­sjár­að­ila fatl­aðra barna í Fjallabyggð
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29. nóvember 2022. Lögð fram tillaga að reglum um bein­greiðslu­samn­inga. Reglurnar grundvallast á ákvæðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og taka til útfærslu á þjónustu sem Fjallabyggð er skylt að veita fötluðu fólki samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þjónusta í formi beingreiðslusamnings er háð faglegu mati félagsmáladeildar Fjallabyggðar um að beingreiðslusamningur sé hentugt þjónustuform til að mæta þjónustuþörf viðkomandi. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.