Hátíðir 2022

Málsnúmer 2206037

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 20.06.2022

Farið yfir hátíðir í Fjallabyggð 2022 með nýrri markaðs- og menningarnefnd.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hátíðir í Fjallabyggð sumarið 2022 sem eru nú á dagskrá eftir takmarkanir vegna heimsfaraldurs síðustu tveggja ára. Hátíðir á sjómannadegi og þjóðhátíðardegi gengu vel. Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar sá um Sjómannadagshátíðina nú sem fyrr og Smástrákar, ungliðasveit björgunarsveitarinnar Stráka sáu um hátíðardagskrá 17. júní. Þjóðlagahátíð verður haldin 6. - 11. júlí undir nafninu Þýtur í stráum. Frjó listahátíð í Alþýðuhúsinu og víðsvegar um bæinn verður haldin dagana 15. - 20. júlí. Sápuboltamótið verður haldið 15. - 17. júlí. Trilludagar eru haldnir laugardaginn 23. júlí. Berjadagar, tónlistarhátíð verða haldnir um verslunarmannahelgi 29. - 31. júlí. Ljóðahátíðin Haustglæður eru haldnar í september/október.