Hestamannafélagið Glæsir, ósk um styrk v. sumarnámskeiðs.

Málsnúmer 2204036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22.04.2022

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Glæsis dags. 7. apríl 2022, er varðar ósk félagsins um styrk í formi vinnuframlags tveggja unglinga úr vinnuskóla til að aðstoða á fyrirhuguðu hestanámskeiði sem halda á í júní. Um er að ræða tveggja vikna tímabil 3,5 klst. á dag eða samtals 70 klst. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna málsins.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 240.000 í formi vinnuframlags unglinga í vinnuskóla, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram og ljúka á grunni samþykktar bæjarráðs og framlagðs vinnuskjals.