Samningur um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2204035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22.04.2022

Lögð fram drög að þjónustusamningi til eins árs milli sveitarfélagsins og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) um rekstur knattspyrnuvalla ásamt fylgiskjölum. Í samningsdrögum kemur fram að sveitarfélagið greiði KF kr. 6.600.000 fyrir skilgreinda umhirðu knattspyrnuvalla og knattspyrnuhúss. Einnig er tíundað í samningsdrögum hvaða búnað sveitarfélagið leggur til og hverjar skyldur þess eru varðandi íþróttasvæði og hús.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að þjónustusamningi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.