Styrktarsjóður EBÍ - Umsóknir um styrki

Málsnúmer 2203064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 24. mars 2022 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð félagsins. Sveitarfélög geta sótt um styrk úr sjóðnum til athugana eða rannsókna á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu og menningarmálum, samkvæmt úthlutunarreglum. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra sveitarfélagsins varðandi hugsanleg verkefni sem hægt er að sækja um styrk til.