Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 9. desember 2021.

Málsnúmer 2111021F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 208. fundur - 15.12.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið 5 og 6 tóku til máls: Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
  • .2 2106016 Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 9. desember 2021. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur honum að hefja vinnu við breytingu deiliskipulags. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .9 2111046 Regus skrifstofusetur í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 9. desember 2021. Bæjarráð þakkar greinagóða og fróðlega yfirferð og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið enda er að mati ráðsins um mikið framfaramál að ræða og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Til máls tóku: Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Einarsson, Helga Helgadóttir og Jón Valgeir Baldursson.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja nánari útfærslur fyrir næsta bæjarstjórnarfund.