Fundargerðin er í 4 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um frístundastyrki 2022. Frá 1. janúar 2022 verður frístundastyrkjum útdeilt rafrænt gegnum Sportabler og leggur nefndin til breytingar á reglum um úthlutun frístundastyrkja í samræmi við það og vísar tillögu að breyttum reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum uppfærðar Frístundastyrks reglur fyrir árið 2022.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 105
Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að foreldrum leikskólabarna í Fjallabyggð verðið boðin niðurfelling á vistunargjaldi fyrir dagana 27.-30. desember 2021 ákveði þeir að nýta ekki vistun fyrir barn sitt þá daga. Leikskólastjóra er falið að kynna fyrir foreldrum og taka við skráningu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að foreldrum verði boðin niðurfelling á vistunargjaldi fyrir dagana 27. - 30. desember ákveði þeir að nýta ekki vistun fyrir barn sitt þá daga.