Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 29. september 2021

Málsnúmer 2110041

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 205. fundur - 13.10.2021

Lögð er fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra (HNV) dags. 29. september 2021, einnig er lögð fram samantekt framkvæmdastjóra HNV dags. 21. september ásamt frétt af heimasíðu eftirlitsins. Framlögð samantekt var til umfjöllunar undir lið 1. í framlagðri fundargerð og varðar málefni Norlandia á Ólafsfirði.

Til máls tók Nanna Árnadóttir.

Um leið og bæjarstjórn þakkar samantekt framkvæmdastjóra HNV þá óskar hún eftir því að heilbrigðisnefnd taki afstöðu til þess máls sem hér er til umfjöllunar og setji fram með skýrum hætti hver næstu skref skuli vera.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreint og felur bæjarstjóra að koma bókun á framfæri við nefndina.