Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21. október 2021.

Málsnúmer 2110009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 206. fundur - 10.11.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 4, 13 og 15.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 1.
Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 5.
Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 14.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21. október 2021. Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21. október 2021. Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Spikk&Span ehf. og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá og undirrita verksamning f.h. sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21. október 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur honum að segja upp samningi með áskildum fyrirvara og hefja undirbúning útboðs á sorphirðu í Fjallabyggð. Drög að verklýsingu nýs útboðs skulu lögð fyrir bæjarráð. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21. október 2021. Bæjarráð fagnar framkominni viðbragðsáætlun vegna hættu á jarðskriði, skriðföllum og grjóthruni á ofangreindum vegarkafla sem og því aukna öryggi vegfarenda sem felst í áætluninni. Að því sögðu þá telur bæjarráð að framlögð áætlun sé enn ein staðfesting þess að ekki sé valkostur að bíða með gerð jarðganga frá Siglufirði yfir í Fljót. Bæjarráð hvetur samgönguráðherra og Alþingi eindregið til þess að setja nú þegar í gang vinnu við verkhönnun jarðganga byggða á fyrirliggjandi forathugun og í framhaldinu að bjóða verkið út.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma bókun bæjarráðs á framfæri við ráðherra og þingmenn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur eindregið undir bókun bæjarráðs frá 21.október sl.