Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021

Málsnúmer 2108008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 204. fundur - 08.09.2021

Fundargerðin er í 8 liðum.

Til afgreiðsla eru liðir : 5, 8.

Enginn tók til máls.
Undir lið 7.6 óskaði D-listi eftir fundarhlé kl.17:30 til 17:31 og H-listi kl. 17:34 til 17:49
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021 Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021 Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar og felur tæknideild að fylgja þeim eftir í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið.
  Helgi Jóhannsson leggur fram eftirfarandi bókun:
  Það er mjög mikilvægt að íbúar í Fjallabyggð komi með ábendingar um það sem betur má fara í okkar nærumhverfi og ber að þakka fyrir það. Það sem er verra er að oft eru þetta sömu ábendingar ár eftir ár og aðallega er verið að ræða um Ólafsfjörð. Farið var í átak í þessum efnum í fyrra og náðist þó nokkur árangur. En þetta eiga ekki að vera átaksverkefni, heldur þarf að huga að umhverfismálum alltaf og bregðast við um leið ef tilefni er til. H-listinn hefur rætt það allt þetta kjörtímabil að þörf sé á því að ráða umhverfisfulltrúa til Fjallabyggðar, það væri gott skref í því að taka myndarlega og skipulega á þessum málaflokki.
  Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.

  Tómas A. Einarsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun vegna bókunar Helga Jóhannssonar bæjarfulltrúa skipulags og umhverfisnefndar:

  Um leið og tekið er undir með Helga Jóhannssyni bæjarfulltrúa hvað varðar mikilvægi þess að íbúar Fjallabyggðar komi á framfæri ábendingum um það sem betur má fara í nærumhverfi okkar þá verður ekki hjá því komist að bregðast við þeim hluta bókunar bæjarfulltrúans sem virðist hafa þann eina tilgang að ala á sundrungu og úlfúð milli byggðarkjarnanna sem mynda Fjallabyggð. Enda er ámælisvert þegar bæjarfulltrúi sem, líkt og aðrir bæjarfulltrúar, bauð sig fram til að vinna fyrir sveitarfélagið allt, stillir málum upp með þeim hætti að annar byggðarkjarni sveitarfélagsins, þ.e. Ólafsfjörður, beri með einhverjum hætti skarðan hlut frá borði eða mæti afgangi hjá bæjarstjórn eða starfsfólki sveitarfélagsins. Fullyrðingar af þeim toga sem hér er vísað til eru fjarri öllu sanni og ekki verður hjá komist að vísa þeim á bug.

  Helgi Jóhannsson og Jón Valgeir Baldursson H-lista leggja fram svohljóðandi bókun.
  Við vísum algjörlega til föðurhúsana bókun bæjarfulltrúans Tómasar Atla Einarssonar. Hér er ráðist að bæjarfulltrúa H listans og hann sakaður um að vinna ekki að heilum hug fyrir Fjallabyggð. Þessar fullyrðingar eiga sér ekki stoð og sést best í þeim fjölmörgum ábendingum og tillögum sem Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi H listans hefur komið með á kjörtímabilinu í umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu, bæði í skipulags- og umhverfisnefnd og í bæjarstjórn.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.