Fyrirspurn vegna frístundabyggðar norðan golfvallar á Siglufirði

Málsnúmer 2107029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21.07.2021

Lögð fram fyrirspurn Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um frístundabyggð við veginn upp í Skarðsdal og við veginn neðan golfskála.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina byggt á þeim gögnum sem fram eru lögð en bendir á að gera þarf deiliskipulag af svæðinu sem yrði kostuð af framkvæmdaraðila og aðalskipulagsbreytingu sem yrði kostuð af sveitarfélaginu, ef af verkefninu verður.