Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 1. júlí 2021.

Málsnúmer 2106017F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 703. fundur - 08.07.2021

Fundargerðin er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir : 2 og 8.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 1. júlí 2021. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 1. júlí 2021. Hafnarstjórn harmar afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar mikilvægi þess að hafnarstjórn hafi hlutverk og ábyrgð þegar kemur að framtíðarþróun svæða þar sem hafnsækin starfsemi er einn af burðarásum atvinnu. Að því sögðu, sé ekki vilji til að breyta skilgreindri landnotkun í aðalskipulagi, þá leggur hafnarstjórn ríka áherslu á að skýrt verði kveðið á um það í skilmálum deiliskipulags hvert hlutverk og ábyrgð hafnarstjórnar er hvað varðar aðkomu að framtíðarþróun þeirra svæða sem liggja að skilgreindu hafnarsvæði. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bókun Hafnarstjórnar lögð fyrir bæjarráð til kynningar.