Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 1. júní 2021.

Málsnúmer 2105010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 203. fundur - 16.06.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.

Liður 6 er sér liður á dagskrá.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 1. júní 2021. Bæjarráð samþykkir að sundmiði fylgi hverri gistinótt fyrir tjaldsvæðagesti á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 1. júní 2021. Bæjarráð þakkar svarið en vill árétta vilja sveitarfélagsins til viðræðna við ráðuneytið komi til breytinga á framtíðarstaðsetningu starfseininga Landhelgisgæslunnar eða stofnun nýrra. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.