Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021.

Málsnúmer 2105009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 203. fundur - 16.06.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3 og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 6.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista og Nönnu Árnadóttur I-lista, sumarlokun Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar eins og lagt er til í vinnuskjali og felur bæjarstjóra og deildarstjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram á þeim forsendum að húsið verði byggt hið allra fyrsta. Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson.

  Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd H-listans :

  H - listinn leggur til að verkefnið verði boðið aftur út hið fyrsta með verklok síðar á árinu.

  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum kostnaði við endurnýjun rekstrarleyfis kr. 270.050 í viðauka nr. 16/2021 við fjárhagsáætlun ársins sem bókast á málaflokk 05610, lykill 4375 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar sem jafnframt er lægstbjóðandi í verkið „Gangstéttar 2021“ og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.