Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021.

Málsnúmer 2105003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 203. fundur - 16.06.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að á árinu 2021 verði nýliðun í slökkviliði Fjallabyggðar samtals 6 slökkviliðsmenn, 3 í hvorum byggðarkjarna og vísar áætluðum kostnaði, vegna launa, menntunar og búnaðar, kr. 3.128.886 til viðauka nr.15/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókfærist á málaflokk 07210, lykil 2913 kr. 1.476.744.-, málaflokk 07210, lykill 4280 kr. 991.674.-, málaflokk 07210 lykil 1110 kr. 521.886.-, málaflokk 07210, lykil 1890 kr. 138.582.

  Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að uppfæra brunavarnaráætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .4 2104003 Trilludagar 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að aflýsa Trilludögum þetta árið og að fjármunum sem ætlað var í hátíðina verði varið að hluta til undirbúnings Trilludaga árið 2022 og að tækifæri verði nýtt til að setja á „popp up“ viðburði eins og lagt er til í vinnuskjali. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Elías Pétursson og Helga Helgadóttir.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021. Bæjarráð fagnar áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og að starfstöð á Tröllaskaga verði í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir kostnað vegna 20% stöðugildis og að lögð verði til skrifstofuaðstaða í starfstöð Bókasafns Fjallabyggðar að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.