Ungt fólk og SSNE

Málsnúmer 2103004

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 27. fundur - 25.03.2021

Borist hefur erindi um að skipa ungmenni frá hverju sveitarfélagi í undirbúningshóp vegna "Ungt fólk og SSNE" (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) fyrir viðburðinn sem fyrirhugað er að halda næsta haust með ungmennum af svæði SSNE. Ungmennaráð tilnefnir Hörð Inga Kristjánsson sem aðalmann í undirbúningshóp og til vara verða þær Þórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir og Elísabet Ásgerður Heimisdóttir.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 28. fundur - 21.10.2021

Fyrirhugað er Landsmót Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) sem haldið verður Skútustaðahreppi 25.-26. nóvember nk. Aðalmönnum Ungmennaráðs gefst tækifæri til að sækja Landsmótið ef þeir vilja og varamönnum í þeirra stað ef þannig ber undir. Nánar verður rætt um Landsmótið á næsta fundi ráðsins og ákveðið hverjir sæki það fyrir hönd Fjallabyggðar.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 29. fundur - 11.11.2021

Farið yfir skipulag Landsmóts SSNE sem haldið verður í Mývatnssveit dagana 25.-26. nóvember. 5 fulltrúum ungmennaráðs er boðið að fara í fylgd starfsmanns frá sveitarfélaginu. Farið verður með rútu.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 30. fundur - 07.12.2021

Landsmót Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE) fyrir fulltrúa ungmennaráða á svæðinu var haldið dagana 25.-26. nóvember sl. Fyrir hönd Fjallabyggðar fóru Jason Karl Friðriksson og Skarphéðinn Þór Torfason ásamt Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Landsmótið tókst mjög vel og unnu ungmennin í starfshópum að viðfangsefnum tengdum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Afrakstur vinnustofanna var m.a. hugmynd að appi sem verður þróað áfram með aðstoð SSNE.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 31. fundur - 09.03.2022

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála segir frá hugmyndum SSNE um næsta ungmennaþing á svæðinu.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð ræddi um mögulegt áframhaldandi starf hjá SSNE með ungmennaráðum á svæðinu og hvað væri hægt að gera á næsta ungmennaþingi SSNE.