Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.

Málsnúmer 2102042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16.02.2021

Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, dags. 02.02.2021 vegna samstarfs Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.

Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytis, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ. Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/

„Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er. Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni.“

Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar.