Viðbragðsáætlanir hafna 2021 - Fjallabyggðahafnir

Málsnúmer 2101080

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 02.02.2021

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að fara yfir og uppfæra viðbragðsáætlanir Fjallabyggðarhafna og skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við innsent erindi Umhverfisstofnunar dags. 22.01.2021.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 16. apríl sl. Fram kemur að stofnunin hafi yfirfarið viðbragðsáætlun Fjallabyggðarhafna vegna bráðamengunar með hliðsjón af leiðbeiningarreglum um gerð viðbragðsáætlana útgefnum af Umhverfisstofnun árið 2015. Með bréfinu samþykkir Umhverfisstofnun viðbragðsáætlanir hafna Fjallabyggðar sbr. 11 gr. reglugerðar nr. 1010/2012. Einnig er lögð fyrir fundinn afrit af samþykktri viðbragðsáætlun með áritun um samþykki Umhverfisstofnunar.
Lagt fram