Flotbryggjan í Ólafsfirði

Málsnúmer 2101069

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 02.02.2021

Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir málið, leitað hefur verið til siglingasviðs Vegagerðarinnar um ráðgjöf ásamt að rætt hefur verið við þá sem seldu sveitarfélaginu núverandi bryggju.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að vinna málið áfram í samráði við tæknideild.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lagt fram yfirlit yfirhafnarvarðar yfir framkvæmdir sem staðið hafa yfir á festingum flotbryggju á Ólafsfirði, einnig er lögð fram úttekt Köfunarþjónustunnar ehf. á flotbryggjunni með áherslu á botnfestur. Framkvæmdum er lokið og lagt til að látið verði reyna á þessar breytingar næsta vetur og sjá svo til með framhaldið.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina og felur yfirhafnarverði að fylgjast vel með þróun mála og leggja niðurstöður eftirfylgni fyrir hafnarstjórn í lok næsta vetrar.