Grænbók um byggðamál í samráðsgátt

Málsnúmer 2101014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 05.01.2020 þar sem athygli er vakin á að Grænbók um byggðamál hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbókinni er ætlað að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýrri stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hafist verður handa við gerð hvítbókar (þingsályktunartillögu) strax eftir hátíðir og stefnt að því að taka annan samráðsfundahring með landshlutunum áður en sú vinna klárast.