Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021

Málsnúmer 2101003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 196. fundur - 15.01.2021

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til desember 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.224.159.113.- eða 103,74% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til desember 2020. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

  Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram samantekt yfir niðurstöður vinnutímafyrirkomulags stofnana Fjallabyggðar vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Um er að ræða tillögur vegna 16 vinnustaða.

  Helga Helgadóttir vék af fundi.

  Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur stofnana/vinnustaða að fyrirkomulagi vinnutímaskipulags vegna styttingar vinnuvikunnar með einni undantekningu og er bæjarstjóra falið að útfæra vinnuskipulag í Ráðhúsi þannig að ekki komi til þjónustuskerðingar.
  Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.01.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna breytinga á vigtarhúsi Fjallabyggðarhafna, Siglufirði.

  Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Berg ehf., L7 ehf., GJ smiðir ehf. og Trésmíði ehf..

  Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna verksins og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .5 2101031 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram umsóknir um styrki til reksturs safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2021. Alls bárust þrjár umsóknir, samtals að upphæð kr. 4.300.000.

  Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 1.000.000.-

  Lagt til að afgreiðsla á umsókn Fjallasala ses. verði frestað með vísan í 9. lið þessarar fundargerðar.

  Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 1.000.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að funda með stjórn Fjallasala ses. vegna frestunar á afgreiðslu umsóknar. Bæjarráð samþykkir einnig að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera drög að samningi við Félag um Ljóðasetur Íslands í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar um að bjóða styrkþegum 2020 í flokki rekstrarstyrkja samning við Fjallabyggð um styrkupphæð fyrir árið 2020 út árið 2022.
  Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

  Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram umsóknir um styrki til hátíðarhalda fyrir árið 2021. Alls bárust fimm umsóknir, samtals að upphæð kr. 5.100.000.

  Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til hátíða í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 3.050.000.

  Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til hátíða í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 3.050.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

  Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram umsóknir um styrki til ýmissa mála árið 2021. Alls bárust þrettán umsóknir, upphæð ótilgreind þar sem aðeins hluti umsækjenda tilgreindi upphæð sem sótt var um.

  Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til ýmissa mála í Fjallabyggð 2021.

  Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til ýmissa mála í Fjallabyggð 2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tóku Elías Pétursson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

  Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram yfirlit yfir samninga við félög og stofnanir um rekstur eigna/íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar að fara yfir samningana og veita umsögn með tilliti til þess að tæknideild visti og sjái um samninga er snúa að umhirðu og þjónustu við eignir sveitarfélagsins og samningar er varða starf félaga/stofnana séu í umsjá viðeigandi deildarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.01.2021 þar sem fram kemur að Fjallabyggð sótti um styrk til Orkusjóðs vegna orkuskipta. Sótt var um styrk upp á 5 milljónir sem fer til kaupa og uppsetningar á 8 Ac hleðslustöðvum og einni 50 kw. hraðhleðslustöð. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að Fjallabyggð leggi til 50% af kostnaði við verkefnið. Orkusjóður hefur samþykkt styrk til Fjallabyggðar upp á 5 milljónir og er því óskað eftir viðauka upp á 5 milljónir svo hægt sé að framkvæma verkið.

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gera tillögu að staðsetningu stöðva sem og að vinna kostnaðaráætlun fyrir hvern stað og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 05.01.2020 þar sem athygli er vakin á að Grænbók um byggðamál hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbókinni er ætlað að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýrri stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hafist verður handa við gerð hvítbókar (þingsályktunartillögu) strax eftir hátíðir og stefnt að því að taka annan samráðsfundahring með landshlutunum áður en sú vinna klárast. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög sem aðgengileg eru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 18.12.2020 er varðar áskorun á sveitarfélög að styðja vel við rekstur skíðasvæða. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags 29.12.2020 þar sem skorað er á sveitarfélög að setja skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð aukaþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 11. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Ríkislögreglustjóra, dags. 21.12.2020 er varðar tilkynningu til flutningsaðila um ferðatakmarkanir frá Bretlandi vegna Covid-19 sem munu að óbreyttu taka gildi 1. janúar 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar 10. fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá desember sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til umsagnar frá nefndasviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, mál 360. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til umsagnar frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um kosningalög 339. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar Skólanefndar Fjallabyggðar frá 4. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
  94. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4. janúar sl..
  263. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 6. janúar sl..
  72. fundur Markaðs- og menningarnefndar Fjallbyggðar frá 7. janúar sl..
  Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum