Erindi v. holræsakerfis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2012012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 08.12.2020

Lagt fram erindi Hauks Sigurðssonar, dags. 03.12.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við holræsakerfi í Ólafsfirði.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 07.12.2020 þar sem fram kemur að hreinsibrunnur við Námuveg hefur verið í notkun í tvö ár. Dælubrunna við Ósinn og framan við Ísfell er stefnt á að taka í notkun fyrir jól. Útrás á að klára á næsta ári og framkvæmdum við fráveitu í Ólafsfirði verður þá lokið.

Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar og leggur áherslu á að allt kapp verði lagt á að dælubrunnar verði teknir í notkun á þessu ári.