Yfirfærsla og úrbótaverkefni á netumhverfi stofnana og skóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2011057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 08.12.2020

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags 07.12.2020 vegna úrbóta á netumhverfi stofnana og skóla Fjallabyggðar. Einnig lögð fram verkáætlun frá Advania, dags. 14.10.2020.

Bæjarstjóri og deildarstjóri leggja til við bæjarráð að farið verði í úrbætur á netumhverfi grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöðva og að kostnaður kr. 4.184.203 vegna búnaðarkaupa verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 og að gert verði ráð fyrir kostnaði kr. 1.924.930, vegna vinnu við lagfæringu á netumhverfinu, á fjárhagsáætlun 2021.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna búnaðarkaupa kr. 4.184.203 í viðauka nr. 32/2020 við fjárhagsáætlun 2020, við deild 04210 og lykil 8551 kr. 2.167.566, deild 04110, lykil 8551 kr. 410.000, deild 06510 og lykil 8551 kr. 410.000, deild 04510 og lykil 8551 kr. 410.000, deild 06610 og lykil 8551 kr. 83.091, deild 21400, lykil 8551 kr. 288.091, deild 75210 og lykil 8551 kr. 83.091, deild 33110 og lykil 8551 kr. 166.182, deild 41110 og lykil 8551 kr. 166.182 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar kostnaði vegna vinnu við lagfæringu á netumhverfi kr. 1.924.930 til fjárhagsáætlunar 2021.